þriðjudagur, júlí 13, 2004

Í gærkveldi fór ég að fikta í Formula 1 04 online og ég verð að segja að þessi er með þeim skemmtilegri sem ég hef prufað, en mig hlakkar virkilega til að sjá hvernig Gran Tourismo 4 verður, enda farið að klæja í puttana að fara að komast yfir hann í beta testing. Allavega, aftur að F1 04, núna þarf ég að fara að kaupa mér hjálm og plotta hvernig ég geti látið racing stýrið hans pabba gamla hverfa án þess að hann taki eftir því, ná mér í öfluga viftu til að hafa fyrir framan mig og BRUNA af stað. Þetta litla sem ég prufaði leikinn í gær, þá get samt sagt að hann sé töluvert betri en forverarnir, grafíkin betri, og allt gameplay orðið mun flottara, og síðast en ekki síst er þetta ONLINE, þannig að þeir sem halda að þeir séu mega góðir geta farið og reynt sig við hina spilarana, ekki bara montað sig við vini sína sem hafa aldrei prufað leikinn.

Lítt merkilegt annað hjá mér er að ég var að föndra í routernum mínum og setti nýja firmware uppfærslu á hann, og það varð til þess að napt reglurnar mínar hætta að detta út, reyndar mæli ekki með þessu nema fólk viti hvað það eigi að gera. Fyrir ekki svo löngu síðan lenti ég í major problemi útaf svoliss fikti þegar ég fúbaraði gömlu vélina mína (það var kominn tími á nýja og það er gaman að fikta). Anywho, ég er ekki alveg á því að spurja gaurinn sem ber ábyrgð á routernum mínum hvað eigi að gera, er ekki að treysta þeim fír baun, held hann viti ekki shit um þennan búnað frekar en annan sem hann selur.

Annars er þetta frídagurinn hinn síðari í vaktafríi, þannig að ég þarf að mæta ferskur á morgun í vinnuna. Ætli mar noti ekki kvöldið í kvöld til að slaka á með konunni og safna orku eftir erilasaman frídag í leikjum og pornscreening (mar þarf að screena það drasl líka).

Take a look to the sky just before you die, It's the last time you will

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home