miðvikudagur, júlí 28, 2004

LOKSINS ALVÖRU GÓÐAR OG FRÁBÆRAR FRÉTTIR!!!
Ég fór að skoða þetta mjög svo magnaða internet-thingy-stöff-dæmi. Viti menn, það er allt til á þessu, flestir muna eftir málaferlum sem Metallica hófu með látum gegn napster á sínum tíma, en einnig fóru þeir í mál við einhvern snyrtivöruframleiðanda útaf nafngift þeirra á varalit sem var skírður metallica í óþökk hljómsveitarinnar. Fyrir all u's sorrí ppls og náttúrulega þá sem sem skelltu sér á þessa líka OFUR-SNILLDAR-MEIRIHÁTTAR TÓNLEIKA með Metallica í Egilshöllinni, þá er hægt að nálgast þá á netinu til kaups. Í þetta skipti er ég tilbúinn til að kaupa mér tónlist, þetta er tónlistarviburður sem ég varð vitni að, þetta er eitthvað sem ég var hluti af, þetta er eitthvað sem yours truly tók upp félaga VISA til að borga fyrir eitthvað stöff á netinu sem annars hefði verið downloadað af netinu. Money well spent there.
Btw hægt er að versla þetta á síðu sem selur alla live tónleika Metallica.

Egilshöll + Metallica = 6500 kr., ADSL + 750 mb. = 5700 kr., Kaupa tónleikana á netinu með VISA = PRICELESS

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home