sunnudagur, júlí 11, 2004

OMG hvað þessi dagur er búinn að vera súr, mar er í henglum eftir súr veikindi, reyndar líður mér svipað og eftir Metallica tónleikana. Sú tilfinning var eins og það hefði risastór metallica trukkur keyrt á mig, ekki að ég viti það, en segjum að ég viti það samt. Annars voru þessi blessuðu tónleikar Metallica það allra besta sem ég hef farið á, ef undan er skilinn æskudraumurinn að fara á Duran Duran tónleikana þann. 14. apríl sl.

Annars er voða lítið að frétta hjá mér annað en að maður hefur verið eins og versta grúppía í að eltast við tónleika um allar trissur: Desember - Muse, Apríl - Duran Duran, Júní - Deep Purple, Júlí - Metallica og Júlí - Placebo. Eftir þetta sumar hef ég aldrei verið blankari, átti meira að segja meiri pening þegar ég var í skóla. Mar er á mörkum fátæktar og ætti því að taka í hnakkadrambið á Geir Haaaaaaaaaaaaaaarde og skamma hann fyrir að hafa ekki launin hærri svo ég gæti farið á fleiri tónleika.
Á döfinni er hinsvegar að fara til London (again)og kíkja á Deftones með Bjarna, aka. deftones, aka. bernie, aka. downloader.

Merkilegt samt hvað maður getur bullað mikið þegar ekkert er að gera, eins og í dag, liggur við að mar bulli í kúnnanum út í eitt, mér bara mökkleiðist og Guffsterinn er akkúrat núna að bulla í einhverri kellingu um allt og ekkert, ég held að greyið kellan sé að snúast í 360° varðandi service hjá honum mar. Neinei, það er bara bull, Guffsterinn er að gera þetta eins skiljanlegt og hægt er fyrir hinn almenna kúnna, sem btw. er ekki the brightest of the bunch.

Kill is such a friendly word

1 Comments:

At 12 júlí, 2004 16:01, Anonymous Nafnlaus said...

þetta er er alveg að virka bara

 

Skrifa ummæli

<< Home