sunnudagur, janúar 22, 2006

Lágmenningunni er náð.
Sorpkeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva er farin af stað aftur. Hvernig í ósköpunum getur þetta talist skemmtun, lögin eru léleg, flutningurinn hörmulegur og það versta er að fólkið á eftir að þurfa að vera í óhugnanlega ljótum fötum þegar þau flytja lagið í keppninni sjálfri. Einhver snillingurinn talaði um að raunveruleikasjónvarp væri á niðurleið. Well, einhvernvegin held ég að þetta tvennt haldist í hendur, verði árviss viðburður að lágmenningarfólk setjist niður í partý til að horfa á þessa súru þætti.
Sem betur fer get ég ekki séð hina stórskemmtilegu sjónvarpsstöð 365 ljósvakamiðla, Sirkus. Ef einhversstaðar er lágmenning, þá er þetta "the ultimate" lágmenning.
Lýsingin af þessum þáttum sem þeir eru að framleiða eru vægastsagt daprar og þunnar.
Eitt virðast sumir vita, þeir eru blöðrur sem springa, allavega virðist Ugly Gilz fatta það. Hann notar þetta drasl meðan það endist, en ekki láta þetta deyja rólega út eins og margir gera og missa af þeim krónum sem þarna fara.
Athyglivert að einhverjum snillingi skuli hafa dottið í hug að ráða Ugz hjá Símanum til að setja upp TVoDSL. Þau mistök komu kannski helst í ljós þegar gaurinn flúði af vettvangi um leið og eitthvað kom uppá og gerði ekki neitt til að laga það eða láta vita.
Flestir karlmenn klára það sem þarf að klára, aðrir eru bleyður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home